14.2.2008 | 21:30
Umhverfisstefna fyrirtækja
Það er gleðilegt að sjá að sum fyrirtæki eru farin að spá í umhverfismálum. Sumstaðar er ákveðin umhverfisstefna í mótun. Það er t. d. byrjað að flokka pappír og annan endurnýtanlegan úrgang.
Mjög gagnlegt væri að stærra fyrirtæki myndu spá í umferðavandann á höfuðborgarsvæðinu. Það er nú bara mjög dýrt að skapa bílastæði handa öllu starfsfólkinu. Fróðir menn eru búnir að reikna út hvað bara stæði fyrir 1 bíl kostar. Fyrir þann pening gæti fyrirtækið gefið mörgum starfsmönnum árskort í strætó. Það gæti líka umbað starfsmenn sem nota reiðhjól eða ganga í vinnu, alla vega sjá þeim fyrir reiðhjólaskýli, búa til aðstæður til að fara í sturtu og skipta um föt o. fl.
Hvernig væri að Reykjavíkurborg myndi athuga slíkt fyrir starfsmennina sína og ganga þannig stórt skref áfram í umhverfismálum. Þetta væri hægt að útfæra frekar með því að verðlauna þau sem nota sparneytna litla bíla og eru ekki með nagladekk. Bara svona sem dæmi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2008 | 12:48
Hækkun á dýrmætum dropum
Alltaf kemur manninum það "skemmtilega" á óvart hve fljótir ólíufélögin hér á landi eru að hækka eldsneyti. Aldrei lækka þau dýrmætu dropana þegar heimsverðið á ólíu lækkar, hvernig svosem á því stendur.
Hvað er til ráða? Á meðan margir hér á landi kjósa að aka um á stórum og eyðslufrekum bílum, á meðan bara örfáir kjósa að komast leiðar sínar öðruvísi en að aka einn í sinni dós þá hafa ólíufélögin góð spil á hendi.
Til þess að bregðast við stöðugri hækkun á eldsneyti þá gætum við einfaldlega dregið úr því að nota dýru dropana. Hér nokkrar tillögur:
1. Skipuleggja bílferðir þannig að hægt sé að tengja saman erindi. Spá í hvaða ferðir maður getur farið samdægurs og í hvaða röð þannig að akstursleiðir taka sem fæsta kílómetra.
2. Kenna börnunum að nota strætó þannig að maður sleppir við þetta óþarfa skutl hingað og þangað.
3. Hugleiða hvort það sé ekki bara góð líkamsrækt að ganga eða hjóla stutta leiðir, allavega í góðu veðri - sem gerist einnig einstaka sinnum á Íslandi!
4. Aka vistvænt: Lesa umferðina þannig að maður þarf að nota bremsurnar sem minnst. Draga tímanlega úr hraðanum þegar umferðaljósin framundan skipta á rautt, fljóta með straumnum. Stöðugar sprettir fram úr einum bíl skila engu tímanlega séð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.2.2008 | 15:51
100 matargestir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.2.2008 | 15:11
Loksins!
Enn gerast undir og stórmerki. Um daginn heyrðist frá menntamálaráðherranum sjálfum að nú þyrfti að hækka laun kennara. Ég trúði ekki mínum eigin eyru. Ekki er ég nefnilega búin að gleyma því að fyrir 4 árum átti sér stað langt og strangt kennaraverkfall sem lamaða allt starfið í grunnskólunum í 6 vikur. Menntamálaráðherra kom ekki nálægt þessum deilum og fannst að sér kæmi þetta bara ekki við. Verkfallið lauk með því að settir voru lög á kennarana og margir mættu tilneyddir og óánægðir til starfa aftur. Alveg frá því hafa margir velmenntaðir kennarar og þá sérstaklega þeir yngri leitað í önnur störf og ekki snúið tilbaka í skólana.
En hvað gerðist í menntamálaráðuneytinu? Þar var talað um að lengja nám kennara og leikskólakennara talsvert. Auðvitað myndi maður fagna því að kröfur til þeirra sem ala upp börnin og mennta þau aukist. En ef jafn erfitt gengur að manna skólana og leikskólana þá hljómar þetta eins og versti brandari.
Gott er að byrja á byrjunin og gera uppeldisstörfin spennandi með viðeigandi kaupi. Ef það tækist loksins þá mætti tala um að hækka kennaranámið í 5 ár. Húrra fyrir menntamálaráðherranum að átta sig loksins á því!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2008 | 08:37
Mótmæli í ráðhúsinu
Ég get ekki neitað því að ég hafði mjög gaman af þessum mótmælum í ráðhúsinu í gær. Sumir kalla þetta skrílslæti, en ég held að við erum bara ekki vön því hér á landi að fólkið láti óánægju sína í ljós svo að eftir því sé tekið. Flestir sem mættu þarna höfðu ákveðnar skoðanir og fannst að sér hafi verið ofboðið með þessum skrípaleik um nýjan meirihluta. Auðvitað er svona einn og einn í hópnum sem finnst bara gaman að vera með í fjörinu og hafa hátt. það truflar hins vega ekki gleðina mína yfir því að fólkið er að vakna til lífsins í pólitíkinni og lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Svona er einmitt lýðræði. Í þessum mótmælum var enginn með ofbeldi, ekki voru unnin skemmdarverk. Svo þetta var alveg í þeim ramma sem þekkist annarstaðar sem friðsamleg mótmæli.
Til gamans ætla ég að benda á að í gær var sýnt í fréttum frá alþingi á Ítalíu. þar var fjör og læti meðal þingmanna og þurfti ekki til mótmæli og "skrílslæti" frá öðrum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2008 | 11:32
Skaupið og sjónvarp
Þar sem ég er í lamasessi heima vegna veikinda hef ég horft miklu meira á sjónvarpið heldur ég er vön að gera. Við erum á mínu heimili bara með ríkissjónvarp og hefur okkur dugað þetta hingað til. Yfirleitt er margt annað meira spennandi en að sitja fyrir framan kassann.
Ég verð að segja eins og er: Dagskrá ríkissjónvarpsins var afar lélegt yfir hátíðina. Einn af fáum ljósum punktum var myndin "börnin", hún er virkilega góð og vel leikin mynd sem skilur einhverju eftir.
En hvað skal segja um áramótaskaupið? Kannski var ég ekki nógu vel við skál til að geta hlegið af þessu, margt einfaldlega skildi ég ekki enda hef ég aldrei horft á þessa þætti í sjónvarpinu sem þarna var vísað á. Mjög útþynnt fannst mér grínið af útlendingunum og mætti frekar rýna í íslenska þjóðarsálina, þar er margt skoplegt að finna. Ég held ég hef bara einu sinni brosað: Það var flott þegar allir létu sig hverfa þegar minnst var á Grímseyjarferjuna. En þetta var að mínu mati mjög lélegt áramótaskaup og vonandi fá þessi menn sem frömdu þetta ekki að koma nálægt þessu í framtíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 12:53
Til umhugsunnar
Þá er þetta yfirstaðið: ég er búin að fá nýtt hné í jólagjöf, dreif mig í liðskiptaaðgerð sem er búin að standa lengi til. Þannig komst ég í beina snertingu við okkar heilbrigðiskerfi.
Til að byrja með varð ég að beita frekju og ákveðni til að ég fékk að fara á spítala því ég fékk að vita svona fyrir tilviljun að aðgerðin mín var frestuð fram yfir áramót. Það var ekki að hafa fyrir því að láta manninn vita af þessu!
Nú, ég komst inn með 2ja daga seinkun. Á spítalanum var greinilega nóg af leguplássi en skortur af starfsfólki. Ég þarf að taka hér fram að þetta fólk gerir sitt besta undir miklu álagi og skömm er að svona starf sé ekki borgað betur. Margar konur af erlendum uppruna vinnur á spítala, margar þeirra eru vel talandi á íslensku og ákaflega vinalegar við sjúklingana.
Á minni deild var gamall og ruglaður maður vistaður. Hann sat þarna frammi á ganginum tryggilega festur í stól svo hann gerði ekkert af sér. Svo kallaði hann í sífellu "halló" til að ná sambandi við einhvern og starfsfólki sinnti honum eftir því sem tíminn leyfði. Ég frétti af því að hann væri búinn að vera á deildinni í hálft ár vegna þess að hvergi væri pláss fyrir hann annarstaðar.
Eftir bara 4 dagar var sjúkrahúsvistin mín búin og ég sent í endurhæfingu á Grensásdeildina. Þarna er unnið ákaflega gott starf með miklu veiku fólki. Átakanlegt er að sjá fullt af ungum mönnum sem hafa lent í slysi og eru núna bundnir í hjólastól, sumir lamaðir alveg upp á hals. Eitt augnablik kæruleysi og öll framtíðarplön verða að engu, lífið tekur u- beygju í allt aðra átt. Þegar maður les um tölu látna í umferðinni þá segir þetta auðvitað ekki alla söguna, gott væri að minnast einnig á þann fjölda sem er orðinn ósjálfbjarga allt sitt líf út af slysi. Mér finnst að þessi deild er ekki nógu vel búin tækjum. Það vantar áberandi einhver lyftibúnað til að hreyfa og færa sjúklingana til. Það er mjög slitandi fyrir starfsfólkið að lyfta þunga vistmenn oft á dag.
Ég er heppin að vera bara tímabundið á hækjum. Ég mun njóta þess að vera heima um jólin eins og aldrei fyrr með þakklæti í hjartanu. En ég er reið og sár yfir því hve ábótavant okkar heilbrigðiskerfi er orðið. Í okkar ríku þjóðfélagi ætti ekki að vera neitt mál að hafa þessa hluti í lagi og hlúa betur að þeim sem eiga virkilega bátt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.11.2007 | 09:33
Kaupa, kaupa
Í morgun hafði ég tíma til að lesa blöðin í friði, enda byrja ég ekki að kenna fyrr en kl. 10.00 á miðvikudögum. Og engin forfallakennsla var að eyðileggja fyrir manninum þessa notalega morgunstund með kisu í fanginu, kaffibolla og blaðalestri.
Sunna Dís Másdóttir er með góðan pistil í Fréttablaðinu um "stund milli stríða". Þegar hún skrifar um að hún sé ósmartasta manneskjan í líkamsræktinni þá get ég huggað hana: Ég er ábyggilega ósmartasta manneskjan í mínum skóla og mér liður vel við þetta! Ég klæðist einungis gömlum gallabuxum og bolum sem maður fékk í einhverjum götuhlaupum á meðan maður stundaði þetta. Enda er þetta hentugasti klæðnaður þegar maður er myndmenntakennari og litla listafólkið potar með útmálaða putta í kennarann til að vekja athyglina á flottum verkjunum sínum. Litlu bleiku tískudúkkurnar í blúndukjólunum og lakkskóm höfðu oftar en einu sinni haft orð á því að ég væri nú aldrei í fínum fötum. Og einn 7 ára strákur bauð mér um daginn hjálp því hann vorkenndi mér að þurfa að hjóla í skólann. Hann sagði ætti ríkan pabba sem gæti örugglega keypt bíl handa mér.
Sorgleg frétt er á forsíðu Fréttablaðsins: Nýlegir bílar lenda á ruslahaugum. Ég held að okkur vanta ærlega kreppu til að átta okkur á að við erum ekki á réttri braut í eyðslufylleríinu. Í heiminum er yfirvofandi hráefnisskort. Mengunin vex stöðugt og ógnar mannkynið.
Samt höfum við ekkert betra að gera en að kaupa og kaupa og henda fullt af nytsamlegum hlutum. Enn einu sinni er spáð að jólagjafakaupæðið mun toppa síðasta árið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.10.2007 | 16:19
Veturinn er kominn
Jæja, þá gerir vetur konungur vart við sig. Og, upps! alltaf kemur þetta jafn mikið á óvart. Klessubílaklúbburinn er alveg í fullum gangi. Það liggur við slagsmál á dekkjaþjónustustöðvunum.
Ég skil ekki þetta fát. Einfaldasta leiðin út úr þessu er nú bara að aka eftir aðstæðum, draga úr hraðanum þegar það er hált, leggja fyrr af stað í vinnu, taka einstaka sinnum strætó.
Ég er vön að nota reiðhjólið mitt allt árið í kring. Það eru yfirleitt svona 8 - 10 dagar á veturinn að mér finnst ekki við hæfi að hjóla. Samt er ég ekki á nagladekkjum, ekki einu sinni á sérstökum dekkjum. En ég passar mig hins vegar að vera með ljósabúnaðinn í lagi þegar það fer að skyggja.
Ég gæti alveg gubbað yfir öllum þeim bílum sem eru á nagladekkjum á höfuðborgarsvæðinu. Og það eftir öllu umtali um hversu litið gagn þessi búnaður gerir við flest götuskilyrði. Erfitt er greinilega að kenna gömlum hundum að sitja. En þeim ungum því miður líka. Í staðinn fyrir nagladekkjavitleysuna vildi ég sjá ljósin í góðu standi. Í morgun mætti ég 3 eineygðum bílum á leiðinni í vinnu - en þeir voru allir á nagladekkjum!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 11:26
Vetrarfrí
Þá er maður kominn í vetrarfrí. Þetta eru 3 dagar aukafrí hjá okkur í grunnskólanum og dugar rétt til þess að vinna upp heimilisverkin sem hafa setið á hakanum sökum anna hjá flestum kennaranum. Eins og allir vita eru flestir grunnskólakennarar konur enda erum við ennþá svo vitlausar að ráða okkur í láglaunastörf. Til að fá eitthvað út úr þessum frídögum, t. d. fara í ferðalag þarf maður að taka einhverja aukafrídaga. Skólastjórnendur eru misliðlegir að veita slíkt, þótt launalaust sé. Maðurinn minn t.d. vinnur í framhaldsskóla og hans vetrarfrí var viku á undan mínu. Hann gat ekki fengið 2 daga aukafrí svo að við skötuhjúin gætum farið í helgarferð til útlanda í tilefni silfurbrúðkaups. Svekkjandi!
Þrátt fyrir allt tal um að kennararnir séu alltaf í fríi þá getum við aldrei valið okkur þann tíma í ferðalög sem hentar okkur best. Við getum aldrei notfært okkur sértilboð á ódýrum ferðatíma.
Ég bókaði núna ferð til Frankfurt, ein án eiginmannsins, til að heimsækja ættfólkið mitt í Þýskalandi. Auðvitað á okurverði því Icelandair er alveg með á nótunum hvenær vetrarfríið er í flestum skólum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)