Færsluflokkur: Bloggar
9.3.2012 | 22:35
Var Geir ekki bara peð?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2012 | 16:40
Til hamingju, Geir Haarde
Ég óska Geir Haarde til hamingju með þessari niðurstöðu. Nú getur hann andað léttari því ef hann er saklaus af öllu sem hann er ákærður um þá mun það fljótlega koma í ljós þegar landsdómurinn kemur saman. Þá tekur þetta enda sem hefur legið þungt á honum.
En eftir er spurningin: Hvað vafðist fyrir honum Bjarna Ben. og félögunum í Sjálfstæðisflokknum? Eru þeir hræddir um að eitthvað meira kemur upp úr rannsóknunum?
Skömmin fullkomin með sýknudómi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2012 | 09:37
Árni Sigfússon í rusli?
Skuggaleg frétt birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag: Sorpeyðingastöð Kalka í Helguvík sem er í miklum fjárhagsvanda ætlar að rétta úr kútnum við að flytja inn sorp frá Bandaríkjunum. Ég deplaði augunum fyrst og hélt að ég hefði ekki lesið rétt. Getur verið að svona lagað stendur til og menn fá leyfi til slíkra viðskipta? þó að bæjarstjóri Reykjanesbæjar sjálfur er stærsti eigandi Kölku?
Nú virðist það þannig að við hér á landi séum sjálfir í nógu miklum vandræðum að ganga frá sorpinu okkar. Það eru til dæmis enn starfandi sorpbrennslustöðvar sem spúa heilsuspilland efni út í andrúmsloftið. Margt er urðað og fargað á ófullkominn hátt.
Til eru mjög strangar reglur til hér á landi til að koma í veg fyrir smit. Það má til dæmis ekki koma hingað til landsins með kjötvörur. Salamípylsur eru teknar af manni þó að þær eru búnar til eftir ströngustu kröfunum erlendis. Reglur segja að allt veiðidót og allur hestamannabúnaður skuli verið sótthreinsaður. Keppnishestar sem fóru til útlanda mega aldrei koma aftur tilbaka. Þetta hefur auðvitað sinn tilgang allt saman. En hvernig samræmist þetta þeirri hugmynd að flytja inn rusl til förgunnar. Eru menn þá ekki hræddir við smit?
Ef þessi nýjasta hugmynd hans Árna Sigfússonar fær leyfi þá skil ég ekki lengur heiminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2012 | 19:03
Perlan er perla
Perlan er það besta sem var framkvæmd í tíð Davíðs Oddsonar. Ráðhúsið hins vegar minnir helst á járnbrautarstöð í einhverjum smábæ í útlöndum.
Hugmyndin um að perlan mun hýsa náttúrugripasafn Íslands finnst mér alveg frábær. Perlan er mikið sótt af ferðamönnunum og landsmönnunum enda er varla betri staður til þess að horfa yfir höfuðborgina. Flestir ferðamenn sækja landið heim vegna sérstakra náttúru. Þannig er það alveg út úr dæminu að við eigum okkur ekki almennilegan stað þar sem bæði innlendir og útlendir geta fengið sér fræðslu um náttúru landsins.
Perlan er alveg tilvalinn staður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2012 | 12:32
Að borða kökuna en eiga hana samt
Á Reykjanesskaganum leynast margar náttúruperlur. Ungt eldfjallaland heillar gesti sem hafa aldrei heimsótt slíkt. Nú vakna menn loksins til lífsins og átta sig á að það leynast víðar atvinnumöguleikar en í álver í Helguvík. Ferðaþjónustan hefur verið vaxandi atvinnugrein og skilar mikið í þjóðabúið.
En: Hvergi á landinu er svæðið jafn illa farið af utanvegaakstri.
Með sama stefna í orkuvinnslu munu háhitasvæðin verið þurrausin eftir nokkra árstugi
Fyrirhugaðar háspennulínur þvert yfir svæðið munu skemma ásjón landsins og verða lýti í landslaginu
Arni Sigfússon og hans skoðunarbræður ættu að sjá sómann í að láta ekki birta af sér myndir í fjölmiðlunum þar sem þeir fagna brosandi nýjum hugmyndum um aukna ferðaþjónustu.
Menn geta einfaldlega ekki átt kökuna ennþá þegar það er búið að éta hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2012 | 18:20
Hvað nú, Bjarni?
Það virðist að hitna undir stólnum hans Bjarna Ben. Vafningsmálið vefur upp á sig. Þarna var honum á í messunni, og ekki er þægilegt fyrir formanninn Sjálfstæðisflokksins að viðurkenna brot.
Ætli allir þeir sem myndu aftur vilja kjósa aðalhrunflokkinn endurskoða þetta ekki, allavega þeir sem eru með siðferðisvitund í sæmilegu lagi?
Merkilegt finnst mér að á mbl.is er ekki að finna frétt um vafningsmálið hans Bjarna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.2.2012 | 17:15
Tískufár og silíkonbrjóst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2012 | 14:30
Sá sem hjálpar borgar!
Það er skrýtin veröld á Íslandi. Hér eru starfandi öflugar björgunarsveitir. Menn eru alltaf tilbúnir að fara út í verstu aðstæðunum til að bjarga því sem bjargað verður og setja oft sjálfan sig í hættu. Og allt í sjálfboðavinnu. Fjáröflun gengur út á að selja flugelda (varasamt og heilsuspillandi) eða ganga í hús og selja "neyðarkallinn".
Og hugsa sér: þessi samtök eiga svo jafnvel að borga skemmdir á bílunum sem þeir draga út úr sköflunum ef bílaeigendunum dettur í hug að krefjast þess. Eitthvað er nú ekki í lagi í þessum efnum!
Ég legg til að:
1. Björgunarsveitarmenn séu með eyðublað með sér þar sem fólk sem biður um aðstoð skrifar undir að það ætlar ekki að gera björgunarsveitamenn ábyrga fyrir einhverju tjóni sem gæti fylgd aðgerðinni.
2. Ríkið leggur meira fjármagn í þetta frábæra starf sem björgunarsveitirnir okkar vinna svo að það verði ekki eins nauðsýnlegt að fara í allskonar fjáröflun.
3. Björgunarsveitir taka gjald fyrir hjálpina sína sérlega þegar fólk anar illa útbúið út í einhverjar vitleysur. Þannig er það víðast annarstaðar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.1.2012 | 19:04
Tökum því rólega
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2012 | 17:08
Enn eitt ævintýri, en hver borgar?
Vaðlaheiðargöngin er búin að vera talsvert í umræðunum. Stórt spurningarmerki er um arðsemina og hver borgar svo brúsann ef væntingar standast ekki? Ekki á að plana alltaf út frá bestu forsendunum. Hve margir eru til að borga í göngin í staðinn fyrir að fara um Vikurskarð þegar gott er veðrið? Á þá að loka Vikurskarðið til þess að pína alla í gegnum rörið svo að það borgar sig? Hvað um ferðahópa sem fá miklu meira út úr því að fara fallega leið í staðinn fyrir að paufast í myrkri?
Ég er ansi hrædd um að við skattborgarar þurfum einu sinni enn að blæða fyrir eitthvað ævintýri sem er planað út frá allbestu forsendunum sem munu ekki standast.
Helstu forsendur innan marka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)