Færsluflokkur: Bloggar

Byssuleikir

Vesalings veiðimenn,

nú á að banna svartfuglaveiði og eggjatekju af því að fuglastofnarnir eru að hrynja. Menn vilja að vísu meina að veiði hafi þar engin áhrif en náttúran á auðvitað að njóta vafans uns annað hefur komið í ljós. Á meðan geta menn fundið sér eitthvað annað til dundurs og dægrastyttingu en að murka lífið úr fuglum og stela egg. Enginn hér á landi er lengur svo áframkominn af hungri að hann þarf á þessum mataruppsprettum að halda eins og í gamla tíð. Og byssusportið er hægt að stunda á annan hátt en að skjóta á saklaus dýr. Umhverfisráðherra á lof skilið fyrir vasklega framgöngu í umhverfismálunum.


Jólin

Í gær fórum við hjón í friðargöngu niður Laugarveginn og það er alltaf frábær stemning þar. Fallegur söngur barst frá hópi þátttakanda og stór snjókorn settu skraut á höfuð hvers manns. Ég kom því í gegn að borðað var sérlega einfaldur matur (ekki skötu) þegar heim var komin og smákökuboxið var ekki ennþá opnað. Tilhlökkun er mikið þegar ekki allt er tekið of snemma. Gaman var að hlusta á tónleika Baggalúta í útvarpinu á meðan við tókum í spil.

Nú er úti veðrið vont og spurning er hvort maður kemst í kirkju gangandi í dag eins og hefur alltaf verið venja hjá okkur.

Allavega vona ég að allir landsmenn upplifa jólin á jákvæðan hátt, þótt margir eiga erfitt á svona hátíðardögum. Gefum hvorum öðrum ást og umhyggju, þá koma jólin. Meira þarf ekki.


Úlpan í bílskúrnum

Úlpan í bílskúrnumÉg var á leiðinni út í búð í gær. Veðrið var fallegt, snjór yfir öllu og 8 stiga frost. Ég var vel búin, klædd í kuldagalla og gönguskó og naut þess að vera úti. Þá stoppaði bíll við hliðina á mér og bílstjórinn ávarpaði mig: „Hei, talar þú íslensku?“ Og svo spurði hann mig til vegar. Þegar ég var búin að leiðbeina honum varð ég hugsi. Af hverju hélt hann að ég talaði ekki landsmálið? Svo runnu upp fyrir mér fleiri svona atvik. Ég lendi stundum í því að afgreiðslufólkið í einhverjum búðum byrjar að tala við mig á ensku og spyr: „Can I help you?“  Þá kem ég kannski inn í búðina úr vondu veðri, klædd í blautan regngalla af því að ég er hjólandi. Svona manneskja hlítur að vera útendingur!            Það er þá ekki „íslenskt“ að fara sínar ferðir gangandi eða hjólandi í öllum veðrum og vera klæddur í samræmi við veðrið. Já, er það ekki bara þannig? Síðustu dagana í köldu veðri hef ég til dæmis ekki hitt eitt einasta barn sem fór gangandi á leið minni í skólann. En bílalestin í kringum skólann á morgnana líkist því sem gerist í erlendri stórborg.             Er það þá „íslenskt“ að skutla börnunum sínum alltaf í staðinn fyrir að láta þau ganga eða nota almenningssamgöngur? Út úr húsi – inn í bíl sem er að sjálfsögðu vel upphitaður – og inn í hús aftur. Þannig er það hjá mörgum. Fólk á semsagt sínar úlpur og kuldagalla í bílskúrnum og eru „skjólfötin“ úr blikki. Og börnin sem hoppa út úr bíl fyrir framan skólann eru oft illa klædd og ekki tilbúin til útiveru, vælandi úr kulda í frímínútunum. Getur það ekki verið að þessi börn eru fyrst allra að næla sér í alls konar kvefpestir af því að líkaminn hefur ekki þróað nógu góða mótstöðu gegn veikindum?            Er það þá „íslenskt“ að vera klæddur eftir nýjasta tískublaði en ekki eftir veðri? Vera jafnvel sokkalaus með bera leggi í frosti og snjó. Taka áhættuna á því að fá blöðrubólgu bara til þess að vera smart. Láta bílinn hita sig upp í lausagangi til þess að þurfa ekki að klæða sig í einhverja ljóta úlpu. Og fara helst alveg inn í búð á bíl til þess að þurfa ekki að stíga skref út í snjóinn á fínu háhæla skónum sínum.Hvernig væri nú að jólafötin í ár yrðu góð skjólföt í staðinn fyrir enn einn prinsessukjóllinn? Sennilega hanga nógu mörg slík föt í fataskápnum eins og er.

Takk, Ögmundur!

Ég vil þakka Ögmundi fyrir það að hafna áform Nubos að kaupa Grímsstaði. Það er hárétt að vera tortrygginn á móti einhverjum gylliboðum þar sem er ekki vitað hvað stendur bak við. Þessi moldríki kínverji sem þykist bara vilja kaupa jörðina vegna ást til landsins veit nákvæmlega hvað hann vill þó við vitum það ekki. Eru til dæmis víðar um heim ekki vandræði að losa sig við slæman og mengandi úrgang? Verum vakandi og ekki of trúgjörn, landið okkar er dýrmætt og á ekki að seljast fyrir slíkk.

Davíð, mér verður óglatt!

Davíð Oddsson situr við sín keip hvað varðar að vera málefnalegur. Hann reytir af sér ódýra brandara til að niðurlægja andstæðingar (dæmi um síðasta landsfund VG þar sem einasta skemmtiatriði hefði verið pylsuát og að láta Steingrím segja satt.) Ha, ha, ha!

Það sem bjargaði Ísland meðal annars eftir kreppu var einmitt að láta þennan óhæfan mann fara úr Seðlabankanum. Og byggja upp úr rústum sjálfstökuflokksins það sem hægt var að bjarga. Skapa veruleika sem er ekki byggð upp úr einhverjum skýjaborgum (dæmi: óendanlegar orkulindir). Ég kýs raunsæisstefnu núverandi ríkisstjórnarinnar, þó að ég er ekki aldeilis ánægð með allt sem var gert.


mbl.is Þrennt bjargaði Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fegurðarsamkeppni í Sjálfstæðisflokknum?

Ég er nú ekki laus við að Sjálfstæðisflokkurinn er að kjósa formann eftir því hver myndi taka sig best út á næsta kosningarbæklingi. Bjarni Benediktsson hafði ekki mikið til brunns að bera í sína ræðu, nema hvað stjórnarflokkarnir eru sífellt að klekkja á aumingja Sjálfstæðisflokkinn sem á þetta alls ekki skilið. Hvernig væri nú að gera upp við fortíðina, þótt það sé ekki þægilegt? Hver átti mestan þátt í hruninu? Hvar stendur Bjarni sjálfur í spillingunni?

Hanna Birna hefur það alla vega fram yfir Bjarna að hún á ekki varasama fortíð í viðskiptamálunum. En hvað getur hún svosem bætt við í stefnu þessa óhreyfanlega flokks sem leyfar ekki einu sinni  öllum flokksmönnum að mæta á fundinn?

 


Loksins er Landsvirkjun stjórnað af viti

Fagna ber að loksins er maður í brúnni á fyrirtæki sem er í eigu landsmanna. Hörður Arnarson forstjóri lýsti því yfir á landsfund Landsvirkjunar að arðsemi Kárahnjúkavirkjunar væri langt undir væntingum. Loksins er þarna maður sem á vit á málunum. Hingað til voru menn þar í forystu sem voru skipaðir af pólitískum sjónarmiðum og fegruðu staðreyndir endalaust flokknum í hag. Friðrik Sófusson hafði aldrei þjóðarhag í huga þegar hann var forstjóri Landsvirkjunar. Þar réð ávallt flokkspólitík um hvað var ákveðið. Þannig gat þetta stórslys orðið að veruleika sem Kárahnjúkavirkjun er og mun vera. Hvert starf sem varð þarna til kostar þjóðinni mikið. Það að búa störf í öðrum geirum hefði kostað einungis brot af því.

Hugmyndin um að virkja sem mest og á flestum stöðum er auðvitað fífldirfska og sem fyrst sem landsmenn átta sig á því sem betur. Orkuauðlindir okkar eru ekki endalausar eins og sumir vilja ennþá meina. Tímabilið sem einkenndist af rányrkju hér á landi er að líða undir lok.


Óþolandi sóðaskapur

Hugsið ykkur dauðadaga þessa vesalings hreindýra sem festast í girðingardræsum og verslast upp af því að þau losna ekki úr þeim. Sorglegt að lesa um að þetta gerist á hverju ári. Það er alveg óþolandi sóðaskapur að skilja eftir ónýtar girðingar á víð og dreif. Hjá okkur hér á landi er það því miður frekar regla en undantekning að ekki séu hirt upp leifar af girðingum sem eru ekki lengur nothæfar. Er ekki tími kominn til að við lærum að taka til á eftir okkur?

Hættulegt um helgina

Núna um þessa helgi byrja brjálaðir byssumenn að arka um allar trissur til að murka lífið úr eins mörgum saklausum fuglum og þeir komast yfir. Einungis fáir veiðidager eru í boði og því miður er veðrið víðast hvar á landi hagstætt. Þannig að maður á von á fretandi byssuköllum út um allt og ég ætla ekki að hætta mig út fyrir bæjarmörkin. Vonandi munu rjúpugreyin halda sig einnig sem mest innanbæjar.

Allavega geta björgunarsveitarmenn andað léttari því ekki er von á að eins margir týnast á hálendinu eins og oft áður.


Ekki slæmar fréttir

Hagspá hjá ASI gerir ráð fyrir hægum bata, frekar minnkandi verðbólgu og einnig minnkandi atvinnuleysi. Samt er yfirskrift í frétt í Mogganum á þann hátt að doði blasi við í efnahagsmalunum.

Auðvitað munum við ekki ná sömu lífskjör en í "góðærinu" enda voru peningar sem þá voru eyddar í raun og veru ekki til og við vitum hvernig fór þegar bólan sprakk. Þetta viljum við væntanlega ekki upplifa aftur, þannig að hægur bati er sennilega heilbrigðari en einhverja rússibanareið. Og ef atvinnuleysið fer niður í 5 % þá er það langtum betra staða en í flestum öðrum evrópulöndunum.

Merkilegt að ASI getur ekki ennþá losað sig við þann draum að einhverjar stórframkvæmdir munu bjarga öllu, alveg sama hvort það sé álver sem ekki nægjanlega orku fæst fyrir eða vegaframkvæmdir sem eru ekki nauðsýnlegar eins og stendur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband