Færsluflokkur: Bloggar
2.5.2012 | 18:42
Sagan úr bankanum
Í dag fór ég í banka. Mér finnst gaman að fara í banka. Maður hittir stundum fólk, getur spjallað, fengið sér kaffi og fylgjast með mannlífinu. Þetta er miklu skemmtilegra en að sitja fyrir framan tölvuna og stumra yfir færslurnar í heimabanka. Svo finnst mér afgreiðslufólkið í mínum banka óskaplega vingjarnlegt.
Á meðan ég beið - það þurfti að bíða svolítið á þessum tíma rétt eftir mánaðarmót- fylgdist ég með stelpu, svona 4 - 5 ára gömul og mömmu hennar. Mamman var niðursokkin í blaðalestur og stelpan var að dunda sér við að nota stól til að snúa sér í hringekju. Mamman leit upp og bað barnið um að hætta, það mætti víst ekki nota stólana þannig. Barnið hélt áfram. Eftir svolítinn tíma sagði mamman: "Elskan, þá má ekki snúa stólana, það á að sitja fallega í þeim". Fallega sagt, en barnið hélt áfram. (Þarna hefði ég nú látið barnið hlýða mér) Jæja, það endaði með því að stelpan klemmdi puttana sína og byrjaði að orga. þá loksins tók mamman viðbrögð og knúsaði barnið. Og afgreiðslukonan gaf stelpunni nammi í verðlaun fyrir óþekktina.
Hvað læra börnin úr þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.4.2012 | 20:01
Hafnfirðingar í Kópavogi?
Ég man nú ekki eftir að hafa hlegið jafn mikið eins og að lesa frétt af því að menn voru að henda kjötmjölsköggla á íþróttavöll í því skyni að auka áburður þar. Hvað gengur mönnum til? Vita þeir ekki að alls konar fuglar eru fljótir að átta sig á auknum matarframboðum? Það eru ekki máfar sem eru vondir heldur eru það misvitrir menn sem skapa þeim aukna lífsgæði.
Til hamingju Kópavogur með þetta framtak. Þetta toppar allar hafnafjarðarbrandarar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2012 | 17:21
Sigmundur Davíð, hvað ertu að meina?
Það er alveg magnað hvað fjölmiðlar okkar eru hollir sumum en ekki öðrum. Tökum dæmi um Sigmund Davíð, formann Framsóknarflokksins. Það er alveg magnað hvað þessi maður er alltaf í fjölmiðlunum þótt hann hefur ekkert til brunns að bera. Nýjasta ummæli hans á þann veg að ríkisstjórnin hefði ollið meiri skaða en hrunið sjálft dæmir sig nú bara sjálft. Flokkurinn hans átti stóran þátt í aðdraganda hrunsins og hefur aldrei reynt að gera hreint fyrir sínum dyrum. Einkavinavæðingin blómstraði hjá þessum flokki fyrir hrun.
Hvar eru fjölmiðlar okkar staddir þegar þessi maður fær að koma fram hvað eftir annað með svona bull? Það liður varla dagur án þess að Sigmundur Davíð fær að koma fram með einhverju sem allir heilvitir menn munu dæma sem áróður manns sem dauðlangar að komast til valda.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.4.2012 | 16:31
Spennandi íþróttaviðburðir
Það er auðvitað alveg út í hött að einhverjir einkaaðilar kaupa rétt á útsendingum á íþróttaviðburðum sem stór partur Íslendinga vildi gjarnan fylgjast með, eins og handboltalandsleikjunum undanfarið. Ég myndi fagna því að menntamálaráðherra beitti sig fyrir að þetta yrði í opnu dagsskrá. Allt annað er auðvitað mjög óréttlátt. Það er eins og að pína fólkið til þess að kaupa áskrift á einhverju sem það kærir sig annað ekki um.
Ég allavega mun aldei kaupa áskrift á Stöð 2, bara prinsíp.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2012 | 12:06
Allt of mikil athygli
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2012 | 21:41
Páskafríið búið
Eftir rólegt og yndislegt páskafrí mætti ég aftur til starfa í skólanum mínum, fullt af orku fyrir ný átök. Var strax hneppt í forfallakennslu fyrir veikan starfsfélaga. Lét krakkana skrifa stutta ritgerð um páskafríið. Var hissa hvað mörgum gekk illa að skrifa um eitthvað sem þau gerðu í fríinu.
Finnst krökkunum svona erfitt að skrifa um smá atburði í daglegu lífi? Er ekkert fréttnæmt nema utanlandsferð eða stórveisla? Eða stærsta páskaegg sem var hægt að fá? Er ekkert merkilegt við það að fjölskyldan átti góða samverustundir um páskahelgina? Eða var það ef til vill ekki þannig? Hafði fólkið ekki tíma fyrir börnin sín þá?
Allavega mættu sum börn tætt og óúthvíld í skólann, höfðu ekki frá neinu skemmtilegu að segja.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.4.2012 | 13:54
Gleðileg hátíð
Gleðileg hátíð og vonandi hafa allir landsmenn það gott um páskana. Búðirnar eru fullar af mat og páskaeggjunum í yfirstærð. Börnin eru farin að metast um hver fær flest og stærst páskaegg. Ég sakna þess að ekki eru í boði lítil súkkulaðiegg með ekkert punt, bara súkkulaði með kannski einhverjum fyllingum. Og marsípanegg! Þau fannst mér alltaf best þegar ég bjó úti. En hér eru einungis í boði þessa risahlussur með fullt af lofti og ódýru nammi í.
Ég óska mér mest um þessa páska að enginn myndi slasast, týnast í fjöllunum eða gera öðrum lífið erfitt með ofdrykkju, dóp og fleiri sem gera menn brjálaða. Vonandi eiga allir björgunarsveitarmenn, lögreglumenn og læknir á bráðarmóttöku rólega og notalega hátíð. Þeir eiga það skilið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.3.2012 | 18:16
Vorið er ljótt
Þegar snjórinn hverfur blasir við allur sóðaskapur: Fullt af rusli sem hefur fokið úr illa lokuðum ruslapokum eða ónýtum ruslílátum, ekki minnst á allt þetta sem menn henda frá sér þar sem þeir standa og ganga. Ennþá liggja á víð og dreif leifar eftir áramótabrjálæði og margir hafa ekki séð sér sóma í því að hirða gamlar "tertur" sem þeir skutu upp á loft.
Alltaf finnst mér mars og apríl vera ljótir mánuðir út af þessu þrátt fyrir alla tilhlökkunina um vor með blóm í haga. Erum við virkilega svona skeytingalaus um okkar nánasta umhverfi að okkur er alveg sama um sóðaskapinn allt í kringum okkur? Kannski þarf bara að sekta fólk sem henda rusl á almannafæri. Kannski dugar ekkert nema að taka sóðana á buddunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2012 | 19:04
Dýravernd
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2012 | 12:04
Rúrí á Listasafn Íslands
Listakonan Rúrí hefur í næstum 4 áratugi verið áberandi sem listamaður á Íslandi. Með verkum sínum hefur hún ætíð verið með beita gagnrýni á samfélagið, bæði hérlendis og í heiminum. Allir sem koma með flugi til Íslands sjá fallegt listaverk úr gleri: Regnboga sem minnir okkur á að sumt fáum við einungis að njóta í smástund og fáum aldrei að eiga eða kaupa.
Rúri hefur með hárbeyttri gagnrýni á neyslu- og efnishyggju í okkar þjóðfélagi og í heiminum vakið til umhugsunar um hvert mannkynið stefnir. Ég hvet alla til að fara á sýningu sem stendur yfir á Listasafn Íslands og verður til 6. maí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)