Færsluflokkur: Bloggar
24.4.2013 | 22:37
Svikin loforð
Ég er í alvöru að hugsa um að kjósa þann flokk sem lofar minnst. Manni verður óglatt að heyra öll þessi loforð rétt fyrir kosningarnar, vitandi að það sé ekki heil brú í mörgum. Sem betur fer missir Framsóknarflokkurinn loksins flugið. Svo: Ekki er öll von úti um að landsmenn ganga skynsamlegir til kosningar og láta ekki óraunhæf loforð um nýtt góðæri, niðurfellingu skulda og lækkaða skatta plata sig. Ókeypis pylsur og vöfflubakstur mun alla vega ekki hafa áhrif á það sem ég mun kjósa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2013 | 21:30
Hagvöxtur hvað?
Þjóðin á að vera vakandi yfir því að "hagvaxta- brjálæðingarnir" ganga frá okkar fallega landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2013 | 20:36
Eru menn að vakna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2013 | 09:40
Orðin tóm
Ég ætla enn ekki að trúa því að fólkið hér á landi er svo vitlaust og gleymið upp til hópa að það ætlar að færa völdin á þingi aftur í hönd þess flokks sem átti stóran þátt í hruninu. Mér verður svona létt óglatt að heyra blaðrið í honum Sigmundi Davíð og hvernig Framsóknarflokkurinn ætla nú að bretta upp ermina og bjarga skuldavandamálin heimilanna. Ekki sýnist mér að maðurinn leggur fram hugmyndir um aðgerðir sem eru raunsæ. Þetta eru svona álíkir loftkastallir og þegar Framsókn lofaði "fíkniefnalaus Ísland" á sínum tíma. Man einhver eftir þessu?
Ég sé alltaf fyrir mér tóma tunnu sem heyrist hátt í þegar S.D. birtist í fjölmiðlunum með sigurglott í fésinu, vitandi að hann hefur stóran part þjóðarinnar að fíflum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.4.2013 | 21:37
Hvellur: Hvar eru Mývatnsbændur núna?
Í gær var sýnt í sjónvarpinu myndin Hvellur, sem lýsir baráttuna Mývatnsbænda þegar Laxárstíflan var á dagskrá. Þarna kom samstaða og hugrekki í veg fyrir stórt umhverfisslys. Þarna átti að valta yfir almenninginn án þess að hafa tilskyldu leyfi og samningar við landeigendur. Sem betur fer voru heimamenn þá ekki sofandi eins og seinni meir þeir á Austurlandi þegar Kárahnjúkarvirkjun var keyrð í gegn með ofbeldi og röngum upplýsingum. Það er búið að drepa lífríkið í Lagarfljótinu að mestu leiti og landeigendur eru langeygðir eftir viðeigandi bótum fyrir allt tjónið. Þessi margrómaðar mótvægisaðgerðir sem Landsvirkjun lofaði eru auðvitað orðin tóm enda sé ég ekki hvernig hægt sé að bæta úr öllum gríðarlegum umhverfisspjöllum sem áttu sér stað á þessum slóðum.
Nú á að keyra Bakka í gegn sem kosningarvíxl og það er maður í VG sem styður þetta. Iðnaðarsvæðið á Bakka byggist á orkuöflun í Bjarnarflagi. Þessi fyrirhugaða gufuaflsvirkjun er mjög umdeild. Ekki er enn búið að finna lausn á niðurdælingu afgangsvatns á slíkum virkjunum. Fyrirhugaða virkjun er hættulega nálegt Mývatni sem er með mjög sérstakt en einnig viðkvæmt lífríki. Umhverfismatið á þessum framkvæmdum er 10 ára gamalt og var búið til á tímanum þar sem stóriðjubröltið stóð sem hæst og Landsvirkjun gat keypt sér menn sem unnu matið. Það er ekki spurning að nýtt og faglegt umhverfismat þarf að fara fram áður en ein af okkar helstu náttúruperlum verður til sölu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2013 | 17:37
Stórtækir eru menn, en ekki raunsæir
Það á þá ekki bara að ausa orku í stóriðjufyrirtæki sem borga enga skatta - frábærir samningar sem hafa verið gerðir hjá "Sjálfstæðisframsókn". Nei, nú eru menn ennþá stórtækari og vilja leggja sæstreng til Evrópu. Hvaðan á orkan að koma? Ekki er einu sinni búið að tryggja orku til Helguvíkur. Og áform um orkuöflun á NA landi setur eina mesta náttúruperlu okkar hér á landi í hættu. Ég er uggandi yfir því að Mývatn með sitt sérstaka lífríki muni heyra bráðum sögunni til.
En hvað með það, menn arka áfram með látum og ætla að gerast ríkir á "no time". Reyndar á það bara við örfáa menn. Almenningurinn mun borga brúsann eins og venjulega: Með hærra rafmagnsverð og háum matvælakostnaði. Hvers vegna fá ekki matvælaframleiðendur og þá sérstsaklega grænmetisbændur loksins rafmagn á niðurgreiddu verði?
Fjölbreytt og góð áhrif | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.3.2013 | 16:53
Drullupollur og dautt lífríki
Jæja, þá eru menn farnir að átta sig á því að Kárahnjúkavirkjun hefur í för með sér óafturkræf umhverfisspjöll. Lagarfljótið er orðið að dauðum drullupolli sem fiskar vilja ekki lengur vera í. Aðvararnir fræðimanna um að þetta myndi gerast voru hafðar að engu þegar þessi umdeilda framkvæmd var keyrð í gegn með offorsi. Þáverandi umhverfisráðherra, Sif Friðleifsdóttir fer líklega í sögubækur fyrir það að gera ákvörðun Skipulagsstofnarinnar ógilda til þess að þóknast sínum spillta flokki. Nú klóra menn sig í skallann og tala um mótvægisaðgerðir sem munu líklega aldrei lita dagsins ljós sökum þess að þær eru annaðhvort of dýrar eða gagnslitlar.
En munu Íslendingar læra af þessu? Ég óttast að svo sé ekki. Hér á landi er stöðuvatn með svo sérstöku lífríki að varla finnst annað eins á jörðinni. Ferðamenn koma í stórum hópum til að dást að þessum stað. En náttúran er viðkvæm og allar breytingar af manna völdum og afleiðingar af þeim þarf að athuga mjög vandlega. Mývatn, þessi náttúruparadís er verulega í hættu. Afleiðingarnar sem fyrirhuguð virkjun í Bjarnaflagi mun alls ekki hafa verið nægilega kannaðar. Ennþá erum við á rányrkjustigi, kærum okkur varla um hvað verður eftir fáein ár og "þetta reddast" er allt of ríkjandi í kollunum okkar. Stór partur landsmanna ætlar að kjósa Sjálfstæðis- og Framsóknarflokkinn sem stóðu að þessum ósköpum sem Kárahnjúkarvirkjun er. Og þessir flokkar hafa nú þegar lýst yfir að stóriðjudraumurinn muni halda áfram undir þeirra stjórn. Jafnvel Steingrímur J. gefur grænt ljós á framkvæmdirnar á Bakka með öllu virkjanarbrölti sem þeim fylgja.
Er okkur lífsins ómögulegt að læra úr mistökum?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2013 | 19:07
Hvað hefur framsóknarflokkurinn upp á að bjóða?
Framsóknarflokkurinn nær núna samkvæmt skoðunarkönnun himinhátt fylgi. Fyrir hvað? Að meina Íslendingum að komast loksins inn í kerfi sem bætti stöðu neytenda þó um muna með því að tengjast Evrópu og gjaldmiðil sem kæmi í veg fyrir þessar sveiflur og verðbólguskot sem tröllriða heimilin hér á landi? Hvað hefur framsóknarflokkinn upp á að bjóða sem réttlætir þvílíkar uppsveiflur? Jú, menn lofa að lækka skuldir heimilanna, lækka skatta, bæta félagsþjónustu og og og.
Hver vitur maður sér að þetta stenst ekki. Það sem ríkissjóðurinn hefur milli handa er afar takmarkað eftir hrunið 2008. Og framsóknarflokkurinn hefur ekki ennþá gert upp sína fortíð og sinn þátt í aðdraganda hrunsins. Menn eiga ekki bara að lofa upp í ermina hjá sér heldur einnig að skoða það sem gerðist síðustu árstugina á undan og sinn þátt í hvernig fór.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2013 | 20:46
Kristileg gildi?
Það var nú eins gott að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins var afturkallað ákvæðið um að kristileg gildi skulu haft að leiðarljósi. Ég sprakk nú bara af hlátri að heyra af þessari tillögu og samþykkt hennar. Flokkur sem stóð fyrir frjálshyggjuna og gerði glæpamönnum kleyft að stela frá þjóðfélaginu allt sem var hægt að stela og þykist í framhaldi að vita ekki af þessu og bera enga ábyrgð á því! Þetta er varla hægt að toppa. En þjóðin vill þetta og mun kjósa yfir sig þessa menn aftur. Ótrúlegt en satt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2012 | 09:34
Jóla hvað?
Jólin ættu að vera hátíð ljóss og friðar en ekki vettvangur græðgi og æsingar. En efnishyggjan blómstrar hér sem aldrei fyrr. Fyrsta verkið mitt á morgnanna er að sækja dagblaðið og fleygja í leiðinni öllum glansbæklingum í tunnu. Þvílík sóun! Ég held að aldrei áður hefur borist jafn mikill ruslpóstur á mitt heimili. Ég hef slökkt á útvarpinu núna enda leið af öllu jóla - jóla sem hellist yfir mig allan daginn. Set frekar disk í tækið með eitthvað flott og ó-jólalegt.
Af hverju getum við ekki beðið þangað til jólin koma? Ætli það verði ekki þannig að margir eru orðnir leiðir og þreyttir á öllum veislum og uppákomum þegar jólabjöllurnar klingja loksins. þá er ekkert eftir nema að rífa upp alla pakkana, fylla tunnuna af rusli og fara svo eftir jól og skipta allt þetta dót sem manninum líkar ekki nógu vel.
Gefum þeim sem okkur þykir vænt um frekar það sem er svo dýrmætt á okkar tíma hraðar og æsingar: Tíma, bros og hlýju - og það ekki bara um jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)