Færsluflokkur: Bloggar

Stálskógur

Í Vogum á Vatnsleysuströnd var lengi vel barist gegn því að leggja nýja háspennulínu. Því miður er það búið spil. Háspennulínur ofanjarðar valda mikla sjónmengun. Er ekki komið nóg? Hvað ætlum við að leyfa stóriðjudraumórunum að ganga langt? Hversu mörg falleg landsvæði á að fórna fyrir enn eitt álver? Ísland er fagurt land sem margir heimsækja einmitt vegna sérstaks landslags og náttúru sem er einstök á heimsvísu. Við skuldum næstu kynslóðunum  og einnig heimsbyggðinni að varðveita það sem eftir er af óspilltri náttúru Íslands. Sleppum að hugsa einungis um skjótfenginn gróða og setjum okkar skýra stefnu lengra fram í tíma.

Óveðrið

Svona óveður sem var að ganga yfir landið lætur okkur finna fyrir því hvað við erum litlar og varnarlausar skepnur þrátt fyrir alla tækni og öll fræðin. En á svona stundu er ósköp mikilvægt að standa saman. Þetta er eitthvað sem er ennþá gott hér á landi: Fólkið er hjálpsamt, er ráðagott í erfiðum málum. Björgunarsveitirnar hafa enn og aftur sannað sig. Einmitt núna er verið að selja neyðarkallinn. Ég er búin að kaupa hann. En þú?

Gleðibankinn er enn í fullu gildi

Mjög fróðlegt er að lesa um sögu náttúruverndar á Íslandi. Hugsunarháttur um að taka og nýta allt sem náttúran gefur af sér var ríkjandi, oft úr sárri neyð en einnig þar sem fólkið hafði nóg að bíta og brenna.

Hver man ekki eftir júróvísionlaginu um gleðibankann? "...leggjum ekkert inn, tökum bara út..." Þegar maður heyrir háværar raddir núna í dag um að "nýta þurfi auðlindir landsins" og byggja þyrfti upp stóriðju áfram til þess að lyfta upp efnahagsástandið þá sýnir það að við séum upp til hópa langt á eftir öðrum þjóðum það sem umhverfisvernd og sjálbær þróun snertir. Gleðibankinn nútímans byggir einmitt upp á því að við leggjum einnig inn og tökum ekki bara út, tökum ekki meira en náttúran getur skapað og endurnýjað. Þannig tryggjum við að afkomendur okkar fá sömu lífsgæðin og við höfum í dag. Og ekki eru þau nú slæm hér á landi.


Ótrúleg frekja

Sigurður Einarsson virðist vera óhress með að fá "bara" tugir milljónir en ekki hundruð milljónir fyrir "vel unnin störf". Eru ekki takmörk fyrir frekjuna og ósvifni í þessum mönnum sem settu allt á hausinn hér fyrir 4 árum? Það ætti fyrir löngu að setja svona menn bak við lás og slá og láta þá vinna af sér það sem þeir stálu ef þeir geta ekki borgað það beint tilbaka (sem þeir geta auðvitað með allar þessar peningar sem þeir komu fyrir á öruggum stað).

Maður gæti alveg tapað sér! Og ég sem er mjög friðsamleg manneskja svona dagsdaglega.


Þetta eru sannnar hetjur

Eftir að óveðrið skall á á Norður- og Norðausturlandið var ég svolítið hugsi. Óskaplega erum við  varnarlaus gagnvart náttúruöflunum.  En maður getur nú ekkert annað en dást að því hversu vel og fljótt björgunarsveitinar vinna í svona tilfellum. Þetta eru sannar hetjur sem leggja nótt sem dag til þess að bjarga því sem bjargað verður.

Peningaöflin ráða hér á landi enn

Sú staðreynd að útgerðamenn geta sennilega kúgað ríkisstjórnina og orðið þeim að falli er náttúrulega mjög skuggalegt. Peningaöflin ráða greinilega hér á landi. Útgerðafurstunum munar ekkert um að kyrrsetja fiskiskipaflotann. Þeir eiga nóg af peningum til að reka stanslausan áróður í fjölmiðlunum. Hvað skyldi það kosta í eldsneyti að láta öll þessi skip sigla í Reykjavíkurhöfn til að skipa sjómenn til að mótmæla? Og forystumenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins klappa höndunum saman af kæti og vonast að komast nú loksins aftur til valda. Komast til valda til þess að þókna þeim sem eiga mest og vilja meira.

Hópur öfgamanna á ferð

Í dag var stór hópur náttúruverndar"öfgamanna" á ferð á Reykjanesi. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands skipulagði gönguferð frá Grindavík til að skoða Eldvörp á Reykjanesi sem er 10 km gígaröð. Þvílík náttúrugersemi sem er rétt hjá okkar á höfuðborgarsvæðinu. Fáir vita af því og það er sorglegt. Reykjanesið er stórkostlegt svæði. Að hugsa sér að þar munu risa fjölda gufuaflsvirkjarnir er alveg afleitt. Þarna eru menn að hugsa einungis um að fá að þurrausa það sem náttúran gefur af sér á stuttum tíma. Græða núna en gefa skítt í það sem koma skal. Til að nefna bara eitt dæmi: Ferskvatnsforðinn á Reykjanesi hvílir á saltvatn úr sjónum af því að saltvatnið er þyngra en ferskvatn. Með því að  bora niður á heita vatnið gæti þetta jafnvægi raskað. Vilja menn að Reykjanesið verði fyrir alvarlegu tjóni það sem ferskvatnsveitunni snertir? Hvað gæti það verða sveitafélögunum dýr?

Margar spurningar eru enn ósvarað í sambandi við orkuöflun á Reykjanesi. "Öfgamenn" sem hugsa ekki bara um skjótfenginn gróða heldur einnig um náttúruna eru kannski ekki mjög vinsælir. En ef til vill þarf að hlusta á þá.

 


Sumir komast alltaf í fréttir

Hvernig stendur á því að sumir komast stöðugt í fréttir, alveg sama hvaða bull vellur út úr þeim. Árni Jónsen er eitt svona dæmi. Þessi maður hefur aldrei unnið neitt af viti á Alþingi. Á hverju ári kemur hann í fréttum þegar hann glamrar á gítarinn sinn - ekki af mikilli snilld - um Verslunarmannahelgina. Mikið var um  fréttir í kringum kofann sem hann ætlar að reisa í Skálholti. Nýjasta vitleysan er að hann er að flytja einhvern álfaklett til Vestmannaeyjar. Mikið væri nú gott að fréttamenn fyndu sér eitthvað bitastæðari til þess að frétta um.

Náttúrugersemi í hættu

Enginn vafi er um að Mývatn er einn af náttúrugersemum okkar hérlendis. Stöðugt birtast fréttir um vaxandi ferðamannafjölda sem sækja Ísland heim. Mývatn er einn af þeim stöðum sem margir vilja sjá og upplifa. Á sama tíma göngum við um landið okkar með ótrúlegri kæruleysi. Fréttin um sokkinn olíutank í Ýtriflóa Mývatns sem enginn kærði sig um að ná upp úr vatninu aftur er enn eitt sorglegt dæmi. Kísiliðjan var aldrei gert ábyrgð og þykir það ólíklegt að hægt sé að gera eitthvað slíkt eftir svo langan tíma. Tölum nú ekki um fyrirhugað jarðvarmaorkuver rétt hjá Mývatninu þar sem enginn veit hvað skal gera með affallsvatninu þannig að það skaði ekki lífríki vatnsins. Er ekki tími kominn að við vöknum upp frá þyrnirósasvefninu og hugsum betur um náttúruvernd. Það "reddast" ekki allt af sjálfum sér.
mbl.is Tifandi tímasprengja í Mývatni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásargengið komið aftur á kreik?

Hvernig getur það átt sér stað að menn sem setja fyrirtæki á hausinn og eru stórskuldugir mega og geta keypt aftur hlut í fyrirtæki? "Bakkabræðurnar" eru nú bara sprækir og byrja að braska aftur. Mér er svo smám saman öllu lokið. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband