Slæmur dagur

Ég er alveg miður mín og skil ekki hvað forsetanum gekk til að samþykja ekki icesave- lögin. Í staðinn fyrir að setja punktinn undir þetta endalausa þras svo þjóðin gæti snúa sér að mikilvægum málum til að byggja upp þjóðfélagið aftur setur hann allt á annan endann. Við byrjum þá væntanlega aftur í sömu stöðu eins og í vor, hálft ár fór til spillis. En við munum samt þurfa að bita í það súra epli að borga skuldirnar okkar og þeir sem ráða ferðina í Bretlandi og Hollandi munu ekki gefa eftir, ekki millimetri.

Mál sem snerta samskipti milli þjóða eiga ekki að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Og áróðurinn sem Indefence- hópurinn beitti til að ná undirskriftum var ekki heiðarlegur. Margir skrifuðu undir í von um að þurfa ekki að borga skuldirnar sínar. En um þetta snýst málið alls ekki.

Ég stóð sl. vetur oft á Austurvöll í mótmælum og er stolt af því. En þetta sem er að gerast núna eru óheillaspor sem setja okkur í alþjóðlega einangrun, sverta álit á okkur sem heiðarleg þjóð og stoppa möguleikar á efnahagslega uppbyggingu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er líka álitamál hvort málskotsrétturinn eigi við í svona máli

Hólmfríður Bjarnadóttir, 5.1.2010 kl. 19:46

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Ef við berum enga ábyrgð á einkabönkum ,því í ósköpunum var verið að tryggja innistæður fólks í okt.2008 ? Þetta voru jú einkabankar.Það skiptir ekki máli hvort þú sért með innistæðu hjá Landsbankanum í Austurstræti eða í London ,það er ekki hægt að mismuna fólki.

Hörður Halldórsson, 6.1.2010 kl. 08:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband