Af hverju Friðrik Sophusson?

Friðrik Sophusson hefur lengi verið í innsta hring Sjálfstæðisklíkunnar. Varaformaður Flokksins, fjármálaráðherra og fékk svo feitt embætti hjá Landsvirkjunni. Stefnan Landsvirkjunnar undir hans stjórn tók mjög varasama stefnu í "ofvirkjun" og stóriðjubrölti, og við vitum öll hvaða áhrif þenslan sem fylgdi þessu hafði á þróun svonefnds góðæris. Nú á þessi maður að verða stjórnarformaður Íslandsbanka ef ég skildi rétt. Ættum við ekki eftir allri reynslu núna að forðast að ráða pólitikúsar - og sérlega þá sem tilheyra aðalhrunflokknum - í stöður eins og aðalritstjórar, seðlabankastjórar og stjórnarformenn bankana? Getum við aldrei lært neitt? Látum við allt yfir okkur ganga?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ekki get ég svarð þessu og ég var líka afar hissa þegar hann varð fyrir valinu. Hef svo sem ekkert út á hann að setja sem einstakling, en hann passar ekki faglega í þessa stöðu og segir það líka sjálfur.

Þetta er gamla aðferðin og ég hélt að hún væri aflögð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.1.2010 kl. 17:01

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Úrsúla - Fagna því mjög að nú skuli eiga að rannsaka aðdragandann að ákvörðun Davíðs og Halldórs um stuðning Íslands við Íraksstríðið, það gera örugglega margir fleiri og þar á meðal þú.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 31.1.2010 kl. 23:10

3 identicon

Nú er bankinn í eigu útlendra aðila og það er þeirra að ráða í stöður.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 6.2.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband