Þetta eru skemmdarverk

Það er alveg óliðandi að starfsstétt með ágætis laun útnýtir sér það að menn séu ómissandi á ákveðnu tímabili. Flugmennirnir vinna skemmdarverk á ferðaþjónustunni, atvinnugrein sem veitir mörgum vinnu og stendur sig vel, skilur mikið í þjóðarbúskapinn. Við hér á landi megum bara ekki við svoleiðis, nógu erfitt er fyrir og margar starfsstéttir hafa tekið á sig skerðingar. Það þurfa allir að vinna saman en ekki á móti hvorum öðrum á þessum erfiðu tímum. Þetta verða líka flugmennirnir að skilja.
mbl.is „Hurðinni skellt á okkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Snýst þessi deila um laun eða vinnufyrirkomulag flugmanna?

Enginn þarf meiri á því að halda, að fá réttmæta hvíld, heldur en flugmenn, til að flugöryggi sé borgið.

Það er eitthvað óljóst í þessari fjölmiðla-umfjöllun, sem verður að upplýsa!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 17:16

2 Smámynd: Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson

Það er nátturulega rétt hjá þér að flugmenn á íslandi eru með alveg hin þokkalegustu laun og lítið við því að segja.

En það er nú ekki það sem er verið að rífast um að þessu sinni. Það sem þeim kemur ekki saman er hvernig er staðið að ráðninum innan Icelandair.

Eins og staðan er núna þá virðist Icelandair ráða flugmenn og reka eftir hentisemi, flugmenn eru óánægðir með hversu lítið öryggi það er í vinnunni hjá þeim.

Ekki ætla ég að fara að rífast um hvort hefði kannski hægt verið að gera þetta á öðrum tíma árs svona til að létta aðeins undir ferðamannaiðnaðinn. En það virðist vera illa sagt í fjölmiðlum um hvað er verið að takast á.

Það virðist vera alltaf sjálfgefið að það séu laun sem er verið að rífast um þegar talað er um verkföll.

Þorsteinn Jónas Sigurbjörnsson, 25.6.2011 kl. 17:17

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Flugmenn eru ekki í verkfalli eins og sumir virðast skilja hlutina.

Þeir hafa eingöngu ákveðið að vinna ekki yfirvinnu.

Flugfélagið hefur byggt reksturinn á lágmarksfjölda flugmanna og keyrir toppana á aukinni yfirvinnu.

Ég sé engin rök fyrir því að flugmenn eða aðrar stéttir vinni botnlausa yfirvinnu til að þjóna hagsmunum annarra starfsgreina. 

Ég hef ekki orðið var við að ferðamannaiðnaðurinn hafi fært einhverjar fórnir til að bæta hag annarra stétta, öll orkan fer í eilífar kvartanir og kveinstafi ef allt er ekki eftir þeirra höfði.

Vilt þú skylda flugmenn til að vinna yfirvinnu til að tryggja hag hótel og sjoppueigenda?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 25.6.2011 kl. 18:17

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þér eruð andfélagsleg með afbrigðum kona góð. Hefur einhver bent þér á það?

Kynntu þér málin áður en þú leggur til þinn þýska fasisma.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.6.2011 kl. 21:29

5 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Það ER flogið til og frá landinu, bölv... væl er þetta! Standið með flugmönnum grátgjarna ferðaþjónustulið, þetta er árangursríkasti tíminn fyrir flugmennina að fá sitt fram og ég styð þá heilshugar!

Guðrún Jóhannesdóttir, 26.6.2011 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband