Er að mótmæla á réttum stað?

Margir sem eru að mótmæla núna á Austurvelli eiga um sárt að binda. Þeir létu ginnast af gyllitilboðum frá einkabönkunum og kannski sumir einnig af þeirri ósk að vera maður með mönnum hvað lífsstíllinn snertir.

Núna eru litlir aðilar féflett af bönkunum á meðan stórir fiskar fá niðurfelldir skuldar í stórum stíl. Bankarnir okkar eru komnir að mestu leyti í eign erlenda kröfuhafa. Hvaða menn standa þar á bak við vitum við ekki. En eitt er visst: Mótmælin ættu að vera þar: Fyrir framan höfuðstöðvar bankana. Peningaöflin ráða ríkin ennþá hér á landi, sennilega meira en Alþingið okkar.

Núverandi ríkisstjórn á alla mína samúð, þarna er að berjast við að komast út úr þeirri djúpu lægð sem þeir menn eru búnir að búa til sem hafa hæst núna í stjórnandstöðunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband