Ekki hætta núna!

Ég lét mig hafa það og stóð vaktina á Austurvelli í trekk og kulda á laugardaginn. Fáir mættu á þennan mótmælafund. En við erum ekki komnir mjög langt í því að byggja upp nýja Ísland. Davíð situr enn í Seðlabankanum og hyggst ekki fara neitt. Sjálfstæðisflokkurinn ver hann með kjaft og klóm (og vinnur á í síðasta skoðunarkönnun). Verðtryggingin er óbreytt, okurvextir enn til staðar. Og verst af öllu: Það gengur illa að kyrrsetja eignirnar auðmanna og draga þá fyrir dóm. Það jafnvel tekst ekki að koma í veg fyrir að þetta glæpagengi dúkkar aftur upp og hagnast á því að kaupa upp rústirnar hér fyrir slikk. Þannig séð er "nýja Ísland" enn í órafjarlægð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Mér heyrist á fólki að næst sé ekki annað að gera en að leggja þá auðmenn sem "liggja í leyni" í einhvers konar einelti. Einn sagði mér að berja ætti allt og gera hávaða fyrir utan heimili þeirra. "... og brjóta rúður og skrapa bílana hjá þessum djöflum..."

Veit ekki um skoðun þeirra á SÍ.

Ekki tæki ég undir rúðubrot o.þ.u.l. og í guðs bænum gefið þeim sjens að fara með börnin burt af heimilunum. Þau hafa ekkert gert af sér.

Eygló, 23.2.2009 kl. 12:13

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég vona að reiði fólksins leiðir það ekki í ofbeldisaðgerðir. Þetta er aldrei til góðs. En ef einhver heil brú er í okkar réttarkerfinu þá eiga þessir fjárglæframenn að fá dóm og það sem fyrst.

Úrsúla Jünemann, 23.2.2009 kl. 15:45

3 Smámynd: Eygló

Þótt ekki sé nú búið að "dæma" þá, má nú BYRJA Á ÞVÍ AÐ ÁKÆRA þá!!!

Óþolandi óréttlæti. Getur gert ljúfasta fólk að ribböldum.

Eygló, 23.2.2009 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband