Þvílíkur viðbjóður!

 Ég forðast það yfirleitt eftir bestu getu að fara til Reykjavíkur á svona dögum eins og í gær. Þvílíkur viðbjóður sem maður andar að sér þegar kalt er í veðri og logn. Það lá grár mökkur yfir öllu. Svifryksmengun hefur verið langt fyrir ofan viðunandi mörk síðustu dagana. Þegar ég kom heim þá var húðin mín þurr eins og sandpappír, nefið stífluð og ég var byrjuð að hósta. Nei, þetta er ekki kvef, þetta eru afleiðingar loftmengunar. Hversu lengi á það ennþá að vera leyfilegt hér á landi að berja göturnar með nagladekkjum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er mikilvægt að leitað verði lausna hjá borgaryfirvöldum til að koma í veg fyrir svifryksmengun og halda þyrfti fund um málið helst sem fyrst.

Hilmar Gunnlaugsson, 11.3.2009 kl. 17:58

2 Smámynd: TARA

Kannski var það þess vegna sem ég hnerraði endalaust í gær, skildi ekkert í þessu, því ekki er ég kvefuð...

TARA, 11.3.2009 kl. 20:25

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Þetta verður þá vonandi síðasti veturinn með nagladekk á höfuðborgarsvæðinu

Úrsúla Jünemann, 12.3.2009 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband