Grensásdeildin

Fyrir rúmu ári kynntist ég Grensásdeildinni og því frábæra starf sem fer þar fram. Ég var nýkomin úr liðskiptaaðgerð á hné, mér var "hent út" úr spítala eftir aðeins 3 daga. Svo fékk ég að vera á Grensás í 5 daga í viðbót til endurhæfingar. Mjög stuttur en mjög mikilvægur tími fyrir áframhaldandi bata. Þar kynntist ég fólki með mjög alvarlega fötlun, oft eftir slysi.

Er virkilega satt að það stendur til að fækka leguplássum á Grensásdeildinni um helming? Hvert á fólkið að fara sem þarf á þessum plássum að halda? Ekki fer þeim allt í einu að fækka um helming eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er slæmt að ríkisstjórnin hafi ekki betri úrræði nú þegar auka þarf heilbrigðisþjónustu.

Hilmar Gunnlaugsson, 13.3.2009 kl. 15:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband