Árni Páll, ég er sammála þér

Það er  mjög gleðilegt að ráðherra Samfylkingar þorir að setja spurningarmerki við það að Ísland er ennþá að eltast við stóriðjuna á óbreytum forsendum. Því tímarnir hafa breyst. Orkan er auðlind sem við eigum ekki að gefa frá okkur á útsöluverði. Ef álfyrirtækin þola ekki skattlagningu eins og víðar annarstaðar í heiminum þá erum við ekki plana okkur framtíð rétt að veðja bara á þennan hest. Verst er að við erum nú þegar allt of háðir þessum fyrirtækjum hvað atvinnumálin hér á landi snertir. Þökk sé Finn, Valgerði og fleirum sem græddu vel á álvæðingunni.
mbl.is Veðja á réttan hest?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Muddur

Auðvitað er leiðinlegt að við skulum bara fá orkufrekan iðnað á borð við álfyrirtæki hingað. En við höfum bara ekki úr mörgum kostum að velja. Auðvitað viljum við fá hingað háskólabyggð, hátæknisjúkrahús, hugbúnaðarfyrirtæki og annan hátækniiðnað, en því miður eru önnur lönd að bjóða upp á betri aðstöðu og umhverfi fyrir slíka starfsemi en við. Aftur á móti eigum við helling af ódýrri og grænni orku, og þar af leiðandi löðum við að okkur fyrirtæki sem þurfa á slíku að halda, sem eru fyrst og fremst áliðnaðurinn og gagnaver.

Og við erum ekki að fara að moka inn peningum á hvalaskoðun né lopapeysusölu.

Muddur, 22.10.2009 kl. 12:32

2 Smámynd: Eygló

Hefur ekki komið fram að við höfum alls ekki neinn "helling af ódýrri ....orku" - eins og við þó töldum okkur alltaf trú um.

En hvað veit ég svosem?

Eygló, 23.10.2009 kl. 04:56

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Við erum einmitt að "moka inn" peningum í ferðaþjónustunni ef við höldum rétt á spöðunum. Og ekki skil ég hvers vegna við seljum enn fiskinn óunninn úr landi. Matvæla- fullvinnslu hefur ekki verið reynt mikið hér á landi. Og ekki heldur lífræn ræktun. Það er mikil eftirspurn eftir slíkum vörum í heiminum. En með stóriðjubrölti og fáranlegum hvalveiðum lokum við auðvitað fyrir þessar möguleika.

Úrsúla Jünemann, 25.10.2009 kl. 09:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband