Skattalækkun hans Bjarna

Þarna höfum við það: Skatturinn lækkar mest hjá þeim sem hafa hæstu tekjurnar. Þegar maður er með 800.000 kr. í mánaðartekjur þá lækkar tekjuskattur um 3984 kr. Fyrir það geta menn allavega legið í 3 daga á spítala. En menn með 250.000 í tekjur fá enga lækkun. Ég með mitt skítakaup sem kennari fæ 756 kr. skattalækkun. Bjarni má stinga þetta þangað þar sem sólin aldrei skín minn vegna. En vesalings hátekjufólk, það þarf svo sannarlega á skattalækkun að halda.

Sparnaður byrjar á vitlausum enda

Jæja, það er fyrst og fremst ríkisstjórnin sem fær riflega hækkun á útgjöldunum. 23 % vegna fjölgun ráðherra og aðstoðarmanna. Vigga Hau þarf nú loksins að fá sinn ráðherrastól svo hún hættir að nöldra. Svo þurfa menn að fá bílstjóra á glæsibíl og helst lífvörð. Ekki að minnast á öll skrepp til útlanda - og þar er ekki gist á farfuglaheimili. Forsetinn okkar mætti sérlega draga saman seglin í þessum málum. Öll okkar nútímatækni með möguleika til samskipta milli landa án ferðalaga virðist ennþá ekki þekkt hjá okkar ráðamönnum.

í nýja fjárlagafrumvarpi glittir fyrir þó nokkrum laumulegum hækkunum til almennings. Dæmi virðisaukaskattur: Efsta þrep á að lækka (þar eru að finna margar vörur sem eru lúxus og ekki lífsnauðsýnlegar) og næsta þrepið á að hækka (þar eru matvæli, blöð, bækur, sjónvarp, hiti og rafmagn). Þannig að: Hættum að borða en kaupum okkur fjórhjól eða mótorbát!

En Bjarni Ben fagurgali vill meina "að gæta skal að því að matarkarfan hækki sem minnst". Fallega sagt.


Öfgaskríll og lýðræði

Í lýðræðisríkjum á fólk rétt til að tjá sína skoðun og mótmæla á friðsamlegan hátt. Þannig mótmæli fóru fram í dag við þingsetningu. Hvergi annarstaðar í heiminum hefðu mótmælendur láta stoppa sig af með einhverju grindverki. En hér stóð friðsælt fólk sem hefur verið ofboðið: Ellilífeyrisþegar, náttúruvinir, láglaunafólk, atvinnulausir, ungt fólk sem þykir vænt um landið sitt og litur framtíð ekki björtum augum. Þetta var ekki neitt "öfgaskríll".

Mér varð satt að segja óglatt að sjá menn fara í kirkju og taka guðs blessun. Menn sem hafa logið upp á þjóðina og gera enn, menn sem hafa mulið undir þá sem eiga mest, menn sem hafa enga framtíðarsýn til lengri tíma en eitt kjörtímabil, menn sem finnst allt í lagi að ganga á auðlindir landsins með offorsi eins og enginn sé morgundagurinn.

Ég bíð spennt hvernig þessir menn ætla að ljúga sig út úr öllum sínum kosningarloforðunum. Kannski er ekki skrítið að þessir menn þurfa lífverðir og sérsveit lögreglunnar og grindverk í kringum alþingishúsið.


Réttarríki Ísland?

Það er með einsdæmum hvað menn í krafti peningana, tækja og tóla leyfa sér að gera. Það er bara að vaða í framkvæmdir þrátt fyrir að dómsmál er í gangi. Þennan leik hafa menn oft leikið: Að byrja bara og svo "er ekki hægt að hætta af því að kostnaðurinn hefur þegar verið svo mikið". Hversu langt ætla menn að ganga í frekju og yfirgangi? Búum við í réttarríki eða einhverju bananalýðveldi þar sem peningar ráða öllu? Hvað liggur mönnum svo mikið á að þeir geta ekki beðið eftir niðurstöðu dómsstólar?


Baráttukveðjur til hraunvina

Það er alveg dæmalaust hvernig frekjan og yfirgangur fer að ráða. Þrátt fyrir að málaferlunum er ekki lokið þá vaða menn með tól og tækjum inn í friðað land til að leggja óþarfa hraðbraut til Álftarness. Þarna hafa menn misreiknað sig stórlega með umferðaþunganum sem mun verða þar á milli. Enginn veit hvaðan allir þessir bílar eiga að koma sem muna aka þarna um eins og haldið er fram. Hvaða rök réttlæta þennan veg?

Gæti verið að einhverjir verktakar hafa þarna puttana í spilinu? Sumum fyrirtækjum vanta stór verkefni.  Mig gruna að það gæti verið að þarna eru "dílar" í gangi. (í öðrum löndum kallast þetta mútur, en ekki hér í okkar "óspilltu" landi). En þetta eru aðeins vangaveltur.

Allavega sendi ég hraunavinunum baráttukveðjur.


Share the secret?

Mér dettur ekki til huga að segja frá mínum uppáhaldsstöðum þar sem ég get verið út af fyrir mig. Ekki ætla ég að láta fólk í stórum hópum vaða yfir mína litla laut hjá tærum læk þar sem ég get hlaðið batteríið eftir erfiða vinnuviku.

Þetta nýja átak til að tæla fleiri ferðamenn hingað er stórgallað og vanhugsað. Það er nú þegar sprenging í ferðamannabransanum og víðar eru aðstæður ófullnægjandi. Ef við nefnum bara klósetmálin... Allir vilja græða en ekkert á það að kosta á móti. Íslenska náttúran er viðkvæm og tekur ekki endalaust við ferðamenn. Við getum ekki átt kökuna og étið hana jafn óðum, getum ekki selt landið okkar sem ósnortið og ómengað um leið og við skemmum það með því að leyfa óheftan aðgang á svæðin sem þola það ekki.

Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem skilur nú þegar hæstu tekjunum í þjóðarbúið. Þess vegna verðum við að hlúa að henni og fara varlega og skynsamlega að. Hægur vöxtur er margfalt betri en hraður vöxtur sem gengur á forðann. Bara heimskustu menn éta útsæðið.

Ég tel mjög skynsamleg leið að koma upp ferðamannapassa þannig að hver sá sem kemur hingað til að skoða landið greiðir ákveðna upphæð sem gefur honum rétt á að njóta þess sem hér er að sjá og upplifa. Allir myndu skilja slíkt því að menn sem koma hingað eru upp til hópa náttúruunnendur. Það sem kemur inn í gegnum ferðamannapassana myndi svo fara í uppbyggingu og eftirlit með þeim stöðum sem þarfnast þess mest.


Afsakið hlé

Ég get ekki verið meira sammála um "afraksturinn" núverandi ríkisstjórnar en Guðmundur Steingrímsson setti fram. Ekkert að gerast í öllum þeim málum sem var lofað í kosningarbaráttunni. Þjóðin var höfð að fífli. Forsætisráðherra okkar hefur að vísu alltaf eitthvað á teningunum til að komast í fréttir, en ekkert sem máli skiptir fyrir okkur hér á skerinu. Er það fréttanæmt að hann mætir í tvennum skóm sem passa ekki saman þegar hann hittir Obama? Hvað kom meira út úr þeirri hittingu?  Menn eiga að reyna að vera í sviðljósinu fyrir eitthvað annað en svona. Er "gúrkutíð" í fjölmiðlunum? En nú birtir til: Fótboltalandsliðið vann. Og þá skítt með öllum stjórnmálum!
mbl.is Vildi skýr svör frá ríkisstjórninni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaknar þjóðin til vitundar?

Nýjasta skoðunarkönnun sýnir að núverandi ríkisstjórn tapar fylgi og tapar Framsóknarflokkurinn mikið. Gæti það verið að menn sjá í gegnum þennan lygavef sem var spunninn í kosningarbaráttunni - loksins? Og margir skammast sín fyrir að hafa látið blekkja sig? Samt skil ég ekki hvað veldur því að Sjálfstæðisflokkurinn heldur velli, ekki hafa forystumenn þar gert góða hluti fyrstu 100 daga sem þessi ríkisstjórn lifir - nema gera vel við þá sem eiga mest.

Spennandi verður hvað haustið ber í skauti sér. Mín tilfinning er að þessi ríkisstjórn mun ekki lengi halda velli.


Dýrmætt byggingarland

Flugvöllurinn í Reykjavík hefur verið mikið í umræðum, hvort hann á að vera eða fara. Þeir sem vilja hann burt setja sem rök að dýrmætt byggingarland færi til spillis.

Þegar ég hjóla meðfram sjávarsíðuna úr Mosfellsbænum til Reykjavíkur er ég oft að velta fyrir mér hversu mikið pláss gólfvellirnir taka, bæði í Mosfellsbænum og í Reykjavík. Þarna eru svæði sem  sennilega margir vildu byggja sitt heimili á. Nú er ég alls ekki á móti þessu áhugamáli sem gólfið er, þetta er frábær tómstundaiðkun. Samt er mér spurn hvort allt þetta land milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur meðfram sjónum sé ekki varið betur í annað ef menn eru að spá í dýrmætt byggingarland.


Plastpokaæðið

Það er flott framtak hjá henni Dísu Anderiman að hvetja fólkið í landinu til að hafa plastpokalausan laugardag. Landsmenn eru jú skelfilega kærulausir í þessum efnum og af 10 viðskiptavinum kaupa 9 einstaklingar plastpoka í hvert skipti þegar farið er að versla. Það þykir það sjálfsagt að versla í plasti að afgreiðslufólkið í búð spyr svona frekar vélrænt: „Hve margir pokar?“ án þess að spá í hvort maður vill fá poka, setur svo upp undrunarsvip þegar maður afþakkar.

Ég er alveg viss um að þegar menn hafa prufað að koma vörunum heim á annan hátt – í margnota innkaupatösku, í pappakassa, með því að halda á vörunum eða setja þær í kerru aftur og svo út í bíl – þá munu margir hugsa sinn gang. Þetta er nefnilega ekki erfitt, bara byrja á þessu.

Plastið er búið til úr dýrmætu hráefni (mikið af olíu er í því) og það eyðist ekki í náttúrunni, brotnar mjög hægt niður og skilur eftir plastagnir sem eru mönnum og dýrum hættulegar.

Leggjum náttúrunni og lífinu lið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband