Erfitt að vera íslendingur

Eftir síðari heimstyrjöldinni var mjög erfitt að vera þjóðverji. Allstaðar í útlöndum átti maður von á leiðinlegum athugasemdum og ljótum kveðjum. Mér var ekki sama því ég átti enga sök á þeim hryllingi sem átti sér stað í "þriðja ríkinu", var ekki einu sinni fædd þá.

Nú er ég orðin íslensk, búin að vera búsett lengi í þessu fallega og friðsæla landi. Aldrei átti ég von á að lenda aftur í því að vera litað hornaugu fyrir þjóðerni sinni. Ég er mjög sár fyrir hönd sonar míns sem flutti út til Þýskalands í nám á þessum alverstu tíma. Ekki nóg með að hann getur ekki tekið út peningar úr sparibókinni sinni hér heima. Nei, það gerðist verra en þetta: Eftir mikla leit að íbúð fékk hann herbergi í sambýli og var mjög ánægður með það. En Adam var ekki lengi í paradís. Eigandinn íbúðarinnar sem er á Bretlandi staddur frétti af því að Íslendingur væri að flytja inn og rak hann út samstundis. Það er ekki létt að vera íslendingur í útlöndum núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Oh, við hér heima finnum til með Jens, biðjum kærlega að heilsa honum og vonum að úr hans málum rætist sem allra fyrst!

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband