Sjálfstæðisflokkur, hvað nú?

Satt að segja hef ég sáralítið álit á þessum flokki sem átti með sína frjálshyggjustefnu stóran þátt í hvernig komið er hér á landi. Flokkurinn fékk loksins reisupassann í síðasta kosningu og fór í stjórnarandstöðu. Þetta er hlutverk sem flokkurinn kann ekki vel við eða kann alls ekki á. Enda eru menn ekki að gera annað en að tefja málin og segja nei við allt og alla. Í þokkabót birtist gamall draugur sem var allt of lengi við völd, hörundsár og hefnigjarn og þykist vita einhverjar töfralausnir. Sami maðurinn sat í Seðlabankanum þegar hrunið var og gerði frekar ógagn en gagn í Icesave- málinu. Varaformaðurinn í Sjálfstæðisflokknum er gift manni sem er flæktur í gruggug peningaviðskipti en þykist ekki hafa vitað af þessu. Alveg eins og Sólveig Pétursdóttir, á sínum tíma dómsmálaráðherra vissi ekki um ólögleg samráð olíufyrirtækjanna þótt maðurinn hennar var þar efst á blaði. Tryggvi Þór, nýkominn á þing finnst ekki ástæðu til þess að íhuga að taka sér frí þar í bili þrátt fyrir að hjá Askar Capital er ekki allt með felldu. Svona mætti halda áfram að telja upp. Þessi flokkur er gjörspilltur og besta hreinsunarefni dugar sennilega ekki til þar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband