Sjúkraþjálfun, til hvers?

Nú stendur til að draga úr þjónustu hjá þeim sem þurfa á sjúkraþjálfun að halda. Það þarf að spara. Ég hef tvisvar þurft að fara í stærra aðgerð og fengið sjúkraþjálfun á eftir. Þetta hefur hjálpað mikið að koma mér í gott stand svo að ég varð frekur fljótt vinnufær aftur. Án hjálp þeirra góðra fagmanna hefði ég verið mun lengur frá vinnu, það  er ekki spurning. Hvaða hagnaður fyrir þjóðfélagið er í því að menn séu lengur frá vinnunni, spyr ég? Er ekki æskilegt að fólk fær alla hjálp sem hægt er að fá til að sigra sem fyrst á veikindi og eymsli?

Svo las ég í dag að einhverja breytingu sé í deiglunni um þátttöku sjúkratrygginga í aðgerðum sjálfstætt starfandi bæklunarlækna. Þar þarf núna að sækja um fyrirfram um greiðsluþátttöku  Sjúkratrygginga Íslands. Dæmið verður sífellt flóknari og sjúklingar eiga í hættu að gera mistök og fá ekki endurgreitt. Ég er nýkomin úr aðgerð á hné, svonefndri speglun. Þetta er gert í svæfingu og maður er orðinn vinnufær aftur eftir fáeina daga. Ég mátti leggja út fyrir þetta litla 100.000 krónur og veit ekki hvort og hve mikið ég fær tilbaka. Þegar maður trassa hins vegar að fara í svona frekar litla aðgerð þá er hætta á því að fljótlega verður þörf á miklu stærra dæmi eins og liðskiptaaðgerð með vinnutap í amk. 3 mánuði. Hvar er sparnaður fyrir þjóðfélagið þegar svona komið er?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Pétursdóttir

Úrsúla, ég er alveg sammála þér. Sjúkraþjálfarar gera meira gagn er margir gera sér grein fyrir.

Það er örugglega kostnaðarsamara fyrir ríkið að spara í sjúkraþjálfun því það veldur vinnutapi, fleiri innlögnum og aðgerðum og líklega meiri lyfjanotkun.

Sama er að segja um aðgerðirnar ef fólk á að þurfa að sækja um greiðsluþáttöku. Það er rétt hjá þér að fólk getur gert mistök og lent í því að þurfa að greiða fyrir aðgerðir.

Í fimmtíu ár er ég búin að greiða skatta og núna þegar ég þarf á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda virðist sú trygging sem okkur var talin trú um að við værum að greiða í orðin minna virði en við reiknuðum með.

Hólmfríður Pétursdóttir, 12.7.2009 kl. 00:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband