Færsluflokkur: Bloggar
22.10.2011 | 16:28
Til hamingju, stelpur!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2011 | 21:41
Til hamingju, Norðurþing
Það hljómar kannski kaldhæðnislegt að óska íbúum Norðurþings til hamingju með því að Alcoa er hætt við að reisa álver á Bakka. En horfum nú raunsæjum augum á dæmið: það hefur aldrei verið grundvöllur fyrir því að unnt væri að útvega 400 MW orku án þess að ganga mjög nærri allri skynsamlegri nýtingu á þessu svæði. Alcoa hefur einnig gengið út frá því að fá orkuna hjá okkur á gjafarprís eins og hefur verið hingað til. En eins og kom fram í viðtali í Kastljósinu í kvöld við forstjórann Landsvirkjunar þá eru hagkvæmustu kostir orkuöflunar nýttir og það sem er hægt að virkja núna mun kosta talsvert meira, þannig að ekki er inn í dæminu að selja orkuna á því verði eins og hefur verið.
Nú, í staðinn fyrir að sitja uppi með hálfkláruðum byggingarrústum eins og þeir á Suðurnesjum sem byggðu sína atvinnustefnu einnig á einhverjum skýjaborgum og einhverri orku sem "kannski er hægt að fá" þá eru þeir á Húsavík samt heppnir að þetta vonlausa dæmi er slegið af áður en byrjað er á því. Það er von okkur að lítil og meðalstór fyrirtæki munu setjast að á því svæði og nota orkuna sem raunverulega er til staðar. Þetta er margfalt betra en eitt risadæmi sem mun binda allri fáanlegri orku og meira en það.
![]() |
Alcoa hættir við Bakka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.10.2011 | 19:10
Fjör á föstudagskvöld, þrumur og eldingar
Það er ekki oft að svona veður gerist eins og á síðasta föstudaginn. Hjá Aftureldingu í Mosfellsbæ var blakleikur í meistaraflokki kvenna í gangi, heimaliðið á móti Þróttur Neskaupstað. Þetta var bráðskemmtilegur leikur og allir þeir sem mættu á leikinn urðu sennilega ekki fyrir vonbrigðum. Það var stemmning á áhorfandapallinum, mikið var fagnað þegar heimaliðið sem er nýliði í efsta deild skoraði stig. Þegar leikurinn stóð sem hæst sló út rafmagnið og allir sátu í myrkrinu. Það kom á daginn að elding hafði slegið niður. Menn höfðu seinna orð á því að auðvitað gæti svona gerst hjá félagi sem bæri nafnið Afturelding.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2011 | 22:42
Er þetta slæm frétt?
![]() |
8.000 færri bílar um göngin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.10.2011 | 20:18
Er að mótmæla á réttum stað?
Margir sem eru að mótmæla núna á Austurvelli eiga um sárt að binda. Þeir létu ginnast af gyllitilboðum frá einkabönkunum og kannski sumir einnig af þeirri ósk að vera maður með mönnum hvað lífsstíllinn snertir.
Núna eru litlir aðilar féflett af bönkunum á meðan stórir fiskar fá niðurfelldir skuldar í stórum stíl. Bankarnir okkar eru komnir að mestu leyti í eign erlenda kröfuhafa. Hvaða menn standa þar á bak við vitum við ekki. En eitt er visst: Mótmælin ættu að vera þar: Fyrir framan höfuðstöðvar bankana. Peningaöflin ráða ríkin ennþá hér á landi, sennilega meira en Alþingið okkar.
Núverandi ríkisstjórn á alla mína samúð, þarna er að berjast við að komast út úr þeirri djúpu lægð sem þeir menn eru búnir að búa til sem hafa hæst núna í stjórnandstöðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2011 | 09:20
Vistvænar samgöngur
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.9.2011 | 09:30
Bull- frétt?
Þeir sem hlaupa upp til handa og fóta og gleypa öllu sem stendur í Mogganum ættu að muna hver situr í Hádegismóanum sem ritstjóri.
Það sem kom og kemur enn í veg fyrir álver í Helguvík er nú fyrst og fremst að ekki nægileg orka er til staðar, alla vega ekki orka sem er hægt að afla án þess að ganga á forðann og valda umhverfinu og öðrum atvinnugreinum tjóni. Bæjarstjórinn í Reykjanesbæ hefur lengi vel lofað uppbyggingu atvinnulífsins á fölskum forsendum. Ég skil ekki hvers vegna honum hefur ekki verið sparkað fyrir löngu.
![]() |
Leynimakk með Magma Energy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
7.9.2011 | 18:46
Betra að leggja sparifé undir koddann?
Það eru aldeilis fýsilegar kostir sem bankarnir á Íslandi bjóða sparifjáreigendunum. Vextir sem dekka ekki einu sinni verðbólgu, vextir sem eru jafnvel neikvæðar (eigum við að borga fyrir að bankinn geymir peningar okkar?). Jákvæða ávöxtun finnst ekki fyrr en maður festir peningar sínar í mörg ár, sem er ekki spennandi fyrir eldra fólk. Til hvers á maður að festa sparifé í 10 ár? Lífar maður svona lengi og getur haft gagn af?
Í dag var skrifað í DV um að bankapartíið byrjar aftur. Arionbanki græðir á tá og fingri og topparnir þar á bæ eru komnir á ofurlaun aftur. En almenningurinn blæðir. Allt komið í gamla farið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.8.2011 | 22:21
Svartsýni eða raunsæi?
Margir sem þekkja mig segja að ég sé svartsýnismanneskja. En mér finnst að ég sé frekar raunsæismanneskja. Margir landar finnst mér vera ennþá svaka bláeygðir og naív hugsandi, þrátt fyrir dapra reynslu í hruninu. Halda virkilega að þessi moldríki Kínverji sem ætlar að kaupa Grímstaði sé íslandsvinur og náttúruverndarmaður. Kemur með fjármagn hingað til að bjarga Ísland úr kreppunni.
Hvernig verður framtíðin? Hvernig gæti hún orðið? Gott og vel: Þarna mun rísa heilsárshótel með allskonar afþreying fyrir ríka kínverja. Auðvitað munu þar að mestu starfa kínverjar sem eru mun ódýrara vinnuafl. Þarna verða gerðar kröfur um öruggar samgöngur. Hver mun þurfa að kosta þær? Kannski þarf að tvöfalda mannskap björgunarsveita til að hoppa í skarðið þegar allt fer á kaf í snjó eða fýkur burt?
Maður veit því miður mörg dæmi í heiminum þar sem fjársterkir ofhugar hafa reist loftkastala og skilað seinna eftir rústir og eyðilagt land. Og svo er spurningin ósvarað hvað gerist þegar maður kaupir land í ákveðnum tilgangi og selur seinna til annars aðila sem hefur allt annað í huga.
Okkur vanta mjög skýr löggjöf um sölu lands og auðlinda. Og við skulum stíga varlega til jarðar þegar fjársterkir aðilar veifa með seðlum og lofa öllu fögru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2011 | 18:35
Ævintýralandið?
Að leggja ferð sína til Íslands er tvímælalaust ævintýri. Landslagið okkar er einstakt og ekki þarf nema nokkrar kílometar akstur til að landslagið gjörbreyttist. Og veðrið líka! Mér er minnistætt að fara með ferðamenn um Austfirðir og það lá við að í hverjum einasta fjörð var veðrið öðruvísi.
Því miður er farið að selja okkar viðkvæma náttúru erlendis undir fölskum formerkjum. Ekki er langt síðan að Ísland var auglýst sem besta land fyrir "of- road akstur". Nýlega hafa ferðamenn frá Tékklandi kominn í þann krappan þegar ofurtrukkur sökk í Blautalón. Þarna hefur erlend ferðaskrifstofa farið offari í að kitla ævintýrataugar fólks. Þessi trukkur hefur áður verið til vandræða með aksturslagið sitt. Spurning er hvort það þarf ekki aukið eftirlit með svona starfsemi. Hver borgar fyrir öll fyrirhöfn sem okkar björgunarsveitir þurfa af hafa af svona lagað?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)