Hvað um Davíð og Halldór?

Í Hollandi er stóra málið núna hvort yfirlýsingin að styðja Íraksstríðið var ólögleg. Í Bretlandi er unnið einnig að því að kalla menn í yfirheyrslu. Hvað um þessa tvo menn á Íslandi sem tóku upp á því að setja Ísland í hóp Þeirra "viljugu þjóða" sem studdu Bush og innrásina í Írak? Og það án þess að spyrja hvorki kóng né prest um leyfi. Erum við svona siðlaus upp til hópa að kalla menn sem gera svona lagað ekki fyrir? Eru öll stóru hneykslismálin gleymd út af þessu stöðugu pexi um Icesave?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Auðvitað var það algjörlega siðlaust af Davíð og Halldóri að gefa út þessa yfirlýsingu um árið. Það er því miður svo og það hef ég eftir Eiríki Tómassyni lagaprófessor að ráðherravald hér á landi samkvæmt okkar ævagömlu stjórnarskrá, sé svo sterkt að þeim hafi verið þetta heimilt samkvæmt ströngustu túlkun. Það kemur líka heim og saman við vald Geirs H Haarde yfir því að halda hlífiskyldi yfir Davíð Oddssyni í stól Seðlabankastjóra, löngu eftir að krafa um afsögn hans var gerð. Forsætisráðherra fer einn með valdið yfir skipan Seðlabankastjóra, samkvæmt ráðherravaldi í stjórnarskránni. Þetta er fáránlegt, en því miður staðreynd.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2010 kl. 07:46

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ert þú að meina að einn maður, þótt hann sé forsætisráðherra hefur það vald hér á landi að taka svo víðtækar ákvarðarnir eins og að yfirlýsa stríð? Ef svo er þá þarf breytingar í stjórnarskránni strax! Þetta er ekki lýðræði, er það?

Úrsúla Jünemann, 15.1.2010 kl. 15:28

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er einmitt málið og ef þig langar til að fræðast betur um stjórnarskrána og hennar vankanta í nútímasamfélagi, vil ég benda á www.nyttlydveldi.is

Þetta er síða sem opnuð var fyrir um einu ára og þar er hægt að skrifa undir áskorun til stjórnvalda um að efna til Stjórnlagaþings sem endurskoði stjórnarskrána. Þar inni eru líka ýmsar upplýsingar um málið. Hvet þig til að skoða síðuna.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 12:34

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Geir H Haarde neitaði að láta Davíð Oddsson hætta í Seðlabankanum s.l. vetur og hann hafði vald til þess (að neita að reka DO eða til að reka DO) Seðlabankinn heyrir uindir forsætisráðuneytið.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 12:36

5 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ráðherra valdið eru leyfar frá konungsvaldinu í Danmörku, en Danir færðu okkur stjórnarskrána 1874.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2010 kl. 12:37

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það fer nú að skiljast að á Íslandi er ekki Lyðræði heldur einræði,

Flott hjá þer.

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.1.2010 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband